Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Hækkandi útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála

Frétt úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt fjárlögum 2006 munu útgjöld ríkissjóðs til almannatrygginga og velferðarmála nema rúmlega 73 milljörðum króna.

Þeir liðir sem tilheyra þessum málaflokki eru meðal annars elli- og örorkulífeyrir Tryggingastofnunar, barnabætur, sjúkrabætur, mæðrabætur, málefni fatlaðra, atvinnuleysisbætur og önnur félagsleg aðstoð.

Útgjöld til málaflokksins hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 1998 miðað við fjárlög 2006. Sé tekið tillit til áætlað verðlags 2006 er aukningin á sama tímabili 45%. Í málaflokknum vega þyngst útgjöld til elli-, örorku- og ekknalífeyris en sá liður hefur hækkað um 52%. Skýrist það af mikilli fjölgun örorkulífeyrisþega og hækkun lífeyris.

Einna mest hafa útgjöld til sjúkra-, mæðra- og örorkubóta hækkað eða um 181% frá árinu 1998. Sem fyrr er það mikil fjölgun örorkulífeyrisþega sem skýrir þá hækkun.

Einnig hafa útgjöld til málefni fatlaðra hækkað mikið eða um 61% á umræddu tímabili. Að hluta til er hækkunin vegna fólksfjölgunar. Útgjöld á mann hafa þó hækkað umtalsvert eða um 33% á árunum 1998 til 2006 m.v. áætlað fast verðlag ársins 2006.

Útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum