Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verkefnastyrkir UNESCO 2006-2007

Í fjárhagsáætlun Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, er fé til verkefnastyrkja (Participation Programme) sem stofnanir, félög og samtök í aðildarlöndum UNESCO geta sótt um.

Í fjárhagsáætlun Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, er fé til verkefnastyrkja (Participation Programme) sem stofnanir, félög og samtök í aðildarlöndum UNESCO geta sótt um í samræmi við ákvörðun 33. aðalráðstefnu UNESCO. Verkefnin skulu falla undir viðfangsefni UNESCO á sviði menntamála, menningarmála, vísinda og fjölmiðlunar og njóta þau verkefni forgangs sem tengjast forgangsmálum stofnunarinnar þ.e. málefnum kvenna, æskufólks, Afríku og þeim þróunarlöndum sem verst eru sett.

Nánari upplýsingar um ákvörðun 33. aðalráðstefnu UNESCO um verkefnastyrkina ásamt eyðublöðum er að finna á vef UNESCO eða hjá íslensku UNESCO-nefndinni, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavik. Umsóknum skal skilað í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2006.

Reykjavík, 8. febrúar 2006

Íslenska UNESCO-nefndin



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum