Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameining samþykkt í austanverðum Flóa

Krakkar í Flóa
Fjör í Flóanum

Sameining Gaulverjabæjarhrepps, Hraungerðishrepps og Villingaholtshrepps í austanverðum Flóanum var samþykkt í öllum hreppunum þremur í atkvæðagreiðslu sem fram fór í gær.

Við sameiningu sveitarfélaganna þriggja verður til um 530 manna sveitarfélag, en kosið verður til nýrrar sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags í almennum sveitarstjórnarkosningum þann 27. maí næstkomandi.

Þátttaka nei Auðir/ógildir Alls
Gaulverjabæjarhreppur 65,9% 68,3% 31,7% 0,0% 100,0%
Hraungerðishreppur 77,5% 52,7% 46,4% 0,9% 100,0%
Villingaholtshreppur 70,7% 89,4% 10,6% 0,0% 100,0%
Alls í hreppnum þremur 72,1% 69,3% 30,3% 0,4% 100,0%

Sveitarfélögum hefur nú fækkað á þessu kjörtímabili sveitarstjórna úr 105 í 83, en sameining hreppanna var þriðja sameiningartillagan sem samþykkt er í kjölfar sameiningarkosninga sem fram fóru víða um landið þann 8. október 2005.

Þann 11. mars næstkomandi verður kosið um sameiningu Húnavatnshrepps og Áshrepps í Austur- Húnavatnssýslu og sameiningu Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps í Strandasýslu. Auk þess geta sveitarstjórnir Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps enn nýtt sér heimild til sameiningar í kjölfar samþykktar meirihluta íbúa sveitarfélaganna í atkvæðagreiðslu þann 8. október 2005. Gangi ofangreindar sameiningarhugmyndir eftir, verða sveitarfélögin 80 í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Nánari upplýsingar: www.floi.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum