Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 11. október 2006

FUNDARGERÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 11. október, var haldinn fundur í mannanafnanefnd. Fundurinn fór fram að Neshaga 16, Reykjavík. Mætt voru Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, Baldur Sigurðsson og Ágústa Þorbergsdóttir.  Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

 

 

1.         Mál nr. 65/2006.      Eiginnafn:      Filipía  (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Mál þetta var tekið fyrir á fundi mannanafnanefndar 14. september 2006 og var afgreiðslu þess þá frestað til frekari skoðunar og gagnaöflunar.

 

Eiginnafnið Filipía (kvk.) tekur íslenska eignarfallsendingu, Filipíu, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Filipía (kvk.) er samþykkt en nafnið skal ekki fært á mannanafna-skrá fyrr en beiðni um skráningu þess hefur borist Þjóðskrá.

  

 

 

3.         Mál nr. 72/2006.      Eiginnafn:      Melrakki  (kk.) 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Melrakki (kk.) tekur íslenska eignarfallsendingu, Melrakka, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Melrakki (kk.) er samþykkt en nafnið skal ekki fært á manna-nafnaskrá fyrr en beiðni um skráningu þess hefur borist Þjóðskrá.

 

 

 

4.         Mál nr. 73/2006.      Eiginnafn:      Ísmar  (kk.) 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Ísmar (kk.) tekur íslenska eignarfallsendingu, Ísmars, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Ísmar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsmynd þess, Ísmars.

 

 

 

5.         Mál nr. 74/2006.      Eiginnafn:      Mára  (kvk.)  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður: 

 

Eiginnafnið Mára (kvk.) tekur íslenska eignarfallsendingu, Máru, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Mára (kvk.) er samþykkt en nafnið skal ekki fært á mannanafna-skrá fyrr en beiðni um skráningu þess hefur borist Þjóðskrá.

 

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn