Hoppa yfir valmynd
7. desember 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ættleiðingarstyrkir og umönnunargreiðslur

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra mælti fyrir tveimur frumvörpum til laga á Alþingi í gærkvöld, annars vegar um ættleiðingarstyrki og hins vegar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof.

„Samstaða er á þingi um að afgreiða frumvörpin sem lög fyrir jól,“ segir félagsmálaráðherra, „þannig að þeir sem eigi rétt á greiðslum samkvæmt lögunum geti fengið þær frá og með gildistöku þeirra 1. janúar næstkomandi.“

Samkvæmt frumvörpunum verða ættleiðingarstyrkir veittir hér á landi í fyrsta sinn og umönnunargreiðslur gerðar samrýmanlegar fæðingarorlofsgreiðslum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum