Hoppa yfir valmynd
27. desember 2006 Matvælaráðuneytið

25 milljónum króna úthlutað úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins

Fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneyti

25 milljónum króna úthlutað úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins

 

 

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur, í samræmi við tillögur stjórnar samkeppnisdeildar Verkefnasjóðs sjávarútvegsins, úthlutað 25 milljónum króna úr sjóðnum til sjávarrannsókna á samkeppnissviði.

 

Alls bárust 33 umsóknir, þar af 25 vegna stærri verkefna og átta vegna minni verkefna. Sótt var um styrki fyrir 117,5 milljónir króna, eða nærri fimmfalt það fé sem deildin hafði til umráða að þessu sinni. Sex stór verkefni og þrjú minni hlutu brautargengi. Þetta er í fyrsta sinn eftir skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins sem styrkir eru veittir til sjávarrannsókna á samkeppnissviði. Styrkurinn nemur að hámarki 50% af heildarkostnaði hvers verkefnis. Sjóðurinn stuðlar því nú að nýsköpun og rannsókna- og þróunarstarfsemi fyrir a.m.k. 50 milljónir króna. Ætla má að þessi upphæð verði á endanum töluvert hærri.

 

Verkefnin taka til átta mismunandi tegunda sjávarlífvera. Aðalumsækjendur sex verkefnanna eru staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins og í hinum 3 eru samstarfsaðilar einnig af landsbyggðinni.

 

Stjórn samkeppnisdeildar Verkefnasjóðs sjávarútvegsins skipa; Dr. Jakob K. Kristjánsson sem er formaður stjórnar, Rannveig Björnsdóttir lektor við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri og deildarstjóri fiskeldisdeildar Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Kristján G. Jóakimsson vinnslu- og markaðsstjóri hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf.

Jakob K. Kristjánsson og Einar K. Guðfinnsson

 Jakob K. Kristjánsson og Einar K. Guðfinnsson.

 

Meðfylgjandi er listi yfir þau verkefni sem fengu styrk. Frekari upplýsingar má finna í Djúpinu, vefriti sjávarútvegsráðuneytisins.

 

Heiti verkefnis

Verkefnisstj.

Umsækjandi

Styrkur

Töskukrabbi (Cancer pagurus) – ný tegund

 

Jörundur Svavarsson

Líffræðistofnun H.Í.

3.000.000

Stofnerfðafræði leturhumars á Íslandsmiðum

 

Guðmundur H. Gunnarsson

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

4.000.000

Útbreiðsla og þéttleiki beitukóngs í Breiðafirði og Faxaflóa. Leit nýrra veiðisvæða

 

Erla Björk Örnólfsdóttir

Vör - Sjávar-rannsóknasetur við Breiðafjörð

4.000.000

Kortlagning líffræðilegs fjölbreytileika þorsks með áherslu á atferli í tengslum við æxlun og far

 

Guðrún Marteinsdóttir

Líffræðistofnun H.Í.

4.000.000

 

Át hrefnu metið með aðskotaefnum

 

Guðjón Atli Auðunsson

Iðntæknistofnun

3.500.000

Sæbjúgu. Áframhaldandi markaðsrannsókn/markaðsfærsla og fjölgun veiðisvæða

 

Kári P. Ólafsson

Reykofninn Grundarfirði

3.500.000

Möguleikar á framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis

 

Jónína Þ. Jóhannsdóttir

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

1.000.000

Öflun upplýsinga um göngur, dreifingu, líffræði og nýtingarmöguleika makríls (Scomber scombrus) á Íslandsmiðum

 

Guðmundur H. Gunnarsson

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

1.000.000

Gerð myndefnis um lífríki sjávar og veiðar á nytjastofnum

Erlendur Bogason

Erlendur Bogason

1.000.000

 

 

 

 

 

Sjávarútvegsráðuneytinu 27. desember 2006

 

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum