Hoppa yfir valmynd
28. desember 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Upplýsinga- og samráðsfundur um Byrgið

Fulltrúar félagsmálaráðuneytisins héldu síðdegis í dag upplýsinga- og samráðsfund um málefni Byrgisins – kristilegs líknarfélags ses., með fulltrúum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, lögreglustjórans í Reykjavík, landlæknisembættisins og Fasteigna ríkissjóðs.

Fundurinn var liður í upplýsingaöflun félagsmálaráðuneytisins um starfsemi Byrgisins að Efri-Brú í Grímsnesi og um aðstæður skjólstæðinga sjálfseignarstofnunarinnar.

Félagsmálaráðuneytið óskaði 16. nóvember sl. eftir því að Ríkisendurskoðun beitti skoðunarheimild sinni skv. 7. gr. laga um Ríkisendurskoðun, nr. 86/1997, að því er varðar fjármuni þá sem veittir eru í rekstur Byrgisins. Ríkisendurskoðandi hyggst skila niðurstöðum skoðunar sinnar í 2. viku janúar 2007.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum