Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Reglur um skattmat og reiknað endurgjald

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 4. janúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Reglur um skattmat vegna tekna manna, um skattmat vegna tekna af landbúnaði og um reiknað endurgjald eru gefnar út af fjármálaráðuneytinu í upphafi árs að fengnum tillögum ríkisskattstjóra en þar koma fram ítarlegar upplýsingar um þessi atriði fyrir tekjuárið sem í hönd fer. Reglurnar fyrir tekjuárið 2007 hafa verið birtar og er hægt að skoða þær með því að smella á eftirfarandi tengla.

Skattmatið tekur til hvers þess sem nýtur hlunninda eða er aðnjótandi gæða, sem telja ber til tekna skv. 7. gr. tekjuskattslaga, óháð starfssambandi milli þess er lætur hlunnindi eða gæði af hendi og þess sem þeirra nýtur. Telja ber til tekna hvers konar gæði sem mönnum hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir þá ekki máli hvaðan þau stafa eða í hvaða formi þau eru.

Um er að ræða mat á tekjum í búrekstri, hvort sem um er að ræða einstaklingsrekstur eða rekstur lögaðila sem færa ber á rekstrarreikning landbúnaðarskýrslu fyrir árið 2007.

Reglur þessar eru til viðmiðunar fyrir reiknað endurgjald fyrir vinnu manns, sem vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, eða starfar á vegum sameignarfélags, einkahlutafélags eða hlutafélags eða á vegum tengdra félaga þar sem hann hefur ráðandi stöðu vegna eignar- eða stjórnunaraðildar ef launatekjur af því starfi teljast vera lægri en hann hefði haft ef unnið hefði verið fyrir ótengdan eða óskyldan aðila.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum