Hoppa yfir valmynd
8. mars 2007 Innviðaráðuneytið

Könnun á áhrifum hvalveiða hafin

Hafin er á vegum samgönguráðuneytisins könnun á áhrifum hvalveiða á stærstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu og á ímynd landsins. Ferðamálastofu var falið að sjá um verkefnið.

Samgönguráðherra ákvað síðastliðið haust í samræmi við tillögu ferðamálaráðs að könnunin færi fram. Ferðamálastofa fól alþjóðlegu fyrirtæki, sem sérhæfir sig í slíkum könnunum, að annast verkefnið. Könnunin fer fram á fimm svæðum: Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Norðurlöndunum. Almenningur er spurður fjölmargra spurninga um ímynd og hugsanleg áhrif hvalveiða í atvinnuskyni á ímynd landsins og ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í apríl.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum