Hoppa yfir valmynd
29. mars 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Handbók um ráðningar hjá ríkinu

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 29. mars 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Fjármálaráðuneytið hefur gefið út handbók um ráðningar hjá ríkinu.

Handbókin fjallar um ráðningarferli almennra starfsmanna hjá ríkinu en einnig lítillega um skipun embættismanna sem að mestu leyti er áþekk ráðningu almennra starfsmanna.

Fjallað er um ráðningarferlið allt frá því að undirbúningur að ráðningu hefst. Rætt er um gerð starfslýsinga og hvernig valið skuli úr umsóknum. Ennfremur eru teknar til umfjöllunar reglur um upplýsingaskyldu, um rökstuðning fyrir ráðningu svo og andmæla- og kæruréttur. Að lokum er kafli um ráðninguna sjálfa og kynningu á nýjum samstarfsmanni.

Faglegt og skipulagt ráðningarferli miðar að því að hæfasti umsækjandinn verði ráðinn hverju sinni. Með því er jafnframt betur tryggt að hlutlægt mat sé ávallt viðhaft við hæfnismatið.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum