Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja

Athugun Rannsóknaseturs verslunarinnar, sem félagsmálaráðuneytið tók þátt í að styrkja, bendir til að ríkissjóður gæti hagnast á því að afnema tekjutengingu bóta vegna launa eldri borgara og öryrkja. Ástæðan eru auknar skatttekjur sem þessir einstaklingar myndu greiða í ríkissjóð.

Skýrsla Rannsóknasetur verslunarinnar ber heitið Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja. Í skýrslunni kemur fram að mjög mikil framleiðniaukning hafi orðið í verslun á undanförnum árum og skortur sé á starfsmönnum í greininni. Meðal úrlausnarefna gæti verið að afnema tekjutengingu á bætur eftirlaunaþega og öryrkja og hvetja þá þannig til að koma í auknum mæli til starfa í verslun.

Bent er á að nýleg könnun sýni að tæpur þriðjungur eldri borgara gæti hugsað sér að vinna ef það hefði ekki áhrif á bótarétt frá Tryggingastofnun ríkisins. Auknar skatttekjur yrðu 3.400 milljónum króna meiri en tap ríkisins af því að afnema tekjutengingu ellilífeyris.

Skýrslan var unnin í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þeir sem styrktu gerð hennar voru auk félagsmálaráðuneytisins heilbrigðismálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu, VR og Verkefnisstjórn 50+.

Tenging frá vef ráðuneytisinsSkýrslan í heild

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum