Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Raunlækkun áfengisgjalds

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 9. ágúst 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Í tilefni af umræðum að undanförnu um áfengisgjald er ástæða til þess að rekja stuttlega lagaákvæði um áfengisgjald og þróun þess síðustu árin.

Samkvæmt lögum um gjald af áfengi og tóbaki frá 1995 er áfengisgjald lagt á hvern sentilítra af vínanda í hverjum lítra hins áfenga drykkjar umfram 2,25 sentilítra. Af bjór er áfengisgjaldið 58,7 kr. en af léttvíni er áfengisgjaldið 52,8 kr. á hvern sentilítra umfram 2,25 sentilítra. Af sterku áfengi er áfengisgjaldið 70,78 kr. á hvern sentilítra.

Breyting á áfengisgjaldi af léttvíni og bjór átti sér síðast stað þann 1. júlí 1998. Frá því að sú breyting átti sér stað hefur vísitala neysluverðs hækkað úr 183,6 stigum í 273,0 stig. Ef miðað er við vísitölu neysluverðs hefur áfengisgjald af léttvíni og bjór því rýrnað að raunvirði sem nemur 33% á tímabilinu. Breyting á áfengisgjaldi af sterku áfengi átti sér síðast stað í nóvember 2004 og ef aftur er miðað við vísitölu neysluverðs hefur áfengisgjald af sterku áfengi rýrnað að raunvirði sem nemur 13% frá síðustu breytingu.

Áfengisgjald á föstu verðlagi 1998-2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum