Hoppa yfir valmynd
3. desember 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra fagnar umræðu um kjör örorku- og ellilífeyrisþega

Afhendning undirskrifta
Afhending undirskrifta

Fulltrúar örorku- og ellilífeyrisþega gengu á fund félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, fimmtudaginn 29. nóvember. Erindið var að afhenda ráðherra undirskriftir rúmlega 4.300 örorku- og ellilífeyrisþega sem mótmæla kröfu um endurgreiðslur á lífeyri og krefjast bættra kjara.

Á fundi með ráðherra komu fulltrúarnir á framfæri áskorun á Alþingi og ríkisstjórn að breyta lögum um tekjutengingu bóta. Á fundinum fagnaði félagsmálaráðherra frumkvæði aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar og þeirri umræðu sem hún hefur stuðlað að um málefni örorku- og ellilífeyrisþega. Félagsmálaráðherra upplýsti jafnframt um áform ríkisstjórnarinnar í endurskoðun á almannatryggingarlöggjöfinni og að von væri á fyrstu tillögum nefndarinnar á næstu dögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum