Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Matvælaráðuneytið

Dýralæknaráð

Samkvæmt 4. gr. laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, skal landbúnaðarráðherra skipa Dýralæknaráð, skipað fjórum dýralæknum til fimm ára í senn og skal það vera Landbúnaðarstofnun til ráðuneytis. Skal einn tilnefndur af Bændasamtökum Íslands, annar af stjórn Dýralæknafélags Íslands, þriðji af stjórn Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og fjórði án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður ráðsins. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt.

Ráðið skal ávallt fjalla um innflutning búfjár og erfðaefnis þess, sé hans óskað. Einnig skal ráðið fjalla um innflutning dýra, búfjárafurða og aðra þætti er snerta heilbirgðismál dýra og dýraafurða, þegar þess er óskað af ráðherra eða Landbúnðarstofnun.

Ráðið er ráðgjafanefnd og var skipuð þann 4. desember 2006 og mun starfa til 4. desember 2011.

Ráðið er þannig skipað:

Aðalmenn

  • Páll Stefánsson, dýralæknir, formaður
  • Eggert Gunnarsson, dýralæknir, tilnefndur af Tilraunastöðvum Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
  • Auður Lilja Arnþórsdóttir, dýralæknir, tilnefndur af Bændasamt. Íslands
  • Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir, tilnefndur af Dýralæknafélagi Íslands
    Br rg 676 2009 um veiðar í atvinnuskyni 2009 2010

Varamenn

  • Grétar Hrafn Harðarson, dýralæknir
  • Bárður Guðmundsson, dýralæknir, tilnefnd af Bændasamt. Íslands
  • Laufey Haraldsdóttir, héraðsdýralæknir, tilnefndur af Dýralæknafélagi Íslands
  • Vilhjálmur Svansson, dýralæknir, tilnefndur af Tilraunastöðvum Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum