Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Matvælaráðuneytið

Erfðanefnd landbúnaðarins

Samkvæmt ákvæðum 16. gr. laga nr. 70/1998, með síðari breytingum, skal landbúnaðarráðherra skipa sjö menn og jafnmarga til vara í erfðanefnd landbúnaðarins til þriggja ára í senn að fengnum tilnefningum frá eftirtöldum aðilum: Bændasamtökum Íslands, Skógrækt ríkisins, Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar.

Núverandi nefnd er skipuð 4. janúar 2010.

Helstu verkefni nefndarinnar eru:

að annast samráð innanlands um verðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði,

að hvetja til rannsókna á sviði erfðaauðlinda í landbúnaði,

að stuðla að miðlun þekkingar um erfðaauðlindir og gildi þeirra, jafnt með kennslu sem upplýsingagjöf til almennings,

að veita hagsmunaaðilum og stjórnvöldum ráðgjöf um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði,

að annast samskipti við erlenda aðila á þessu sviði í samstarfi við tengiliði Íslands hjá alþjóðastofnunum.

Nefndina skipa:

  • Skúli Skúlason, rektor, Hólum sem jafnframt er formaður, skipaður án tilnefningar.
  • Áslaug Helgadóttir, prófessor og
  • Emma Eyþórsdóttir, dósent, tilnefndar af Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands.
  • Trausti Baldursson, líffræðingur, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Mógilsá, tilnefndur af Skógrækt ríkisins.
  • Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur, tilnefndur af Veiðimálastofnun.

Varafulltrúar eru eftirfarandi í sömu röð:

  • Sigríður Bjarnadóttir, ráðunautur, Hólsgerði, 601 Akureyri.
  • Jón Hallsteinn Hallsson, lektor og
  • Þorvaldur Kristjánsson, sérfræðingur, Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Magnús Ágústsson, ráðunautur, Bændasamtökum Íslands.
  • Svenja Neele Verena Auhage, líffræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur, Skógrækt ríkisins.
  • Eik Elfarsdóttir, líffræðingur, Veiðimálastofnun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum