Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Matvælaráðuneytið

Stjórn Veiðimálastofnunar

Samkvæmt 88. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum, skal landbúnaðarráðherra skipa fimm menn í stjórn Veiðimálastofnunar, til fjögurra ára í senn, einn án tilnefningar, einn skv. tilnefningu Landssambands fiskeldisstöðva, einn skv. tilnefningu Landssambands stangaveiðifélaga, einn skv. tilnefningu Landssambands veiðifélaga og einn skv. tilnefningu Bændasamtaka Íslands. Varamenn skal skipa með sama hætti.

Skipunartími er 20. apríl 2004 til 20. apríl 2008.

Stjórnin er þannig skipuð:

Vífill Oddsson, verkfræðingur, tilnefndur af landbúnaðarráðherra, formaður

Þorfinnur Þórarinsson, Spóastöðum, tilnefndur af landbúnaðarráðherra, varaformaður

Vigfús Jóhannsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, tilnefndur af Landssambandi fiskeldisstöðva, til vara Jóhann Þórðarson framkvæmdastjóri, Silungs hf.

Gylfi Gautur Pétursson, Reykjavík, tilnefndur af Landssambandi stangveiðifélaga,

Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga, til vara Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum

Þorsteinn Þorsteinsson, Skálpastöðum, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands, til vara Ari Teitsson, Hrísum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum