Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Matvælaráðuneytið

Úrskurðarnefnd um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu - nefndin hefur lokið störfum.

Samkvæmt ákvæðum 46. gr. laga nr. 99/1993 og 21. gr. reglugerðar um gæðastýrða sauðfárframleiðslu, nr. 175/2003, skal landbúnaðarráðherra skipa úrskurðarnefnd til þess að leysa úr ágreiningi um hvort einstakir framleiðendur uppfylli skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.

Í nefndinni eiga sæti þrír menn, einn skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar og tveir menn samkvæmt tilnefningu Landbúnaðarháskóla Íslands. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

Skipunartími nefndarinnar er tvö ár frá 10. október 2006.

Í nefndinni eiga sæti:

Skarphéðinn Pétursson, lögfræðingur, formaður nefndarinnar.

Emma Eyþórsdóttir, dósent, varamaður Ólafur Arnalds, náttúrufræðingur.

Magnús B. Jónsson, prófessor, varmaður Guðmundur Sigurðsson, ráðunautur.


Nefndin hefur lokið störfum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum