Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Matvælaráðuneytið

Úrskurðarnefnd um greiðslumark o.fl.

Í 49. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum, er kveðið á um skipan úrskurðarnefndar sem heimilt er að skjóta til ágreiningi um ákvörðun á greiðslumarki lögbýla, skráningu á greiðslumarki, rétti til beinna greiðslna og framkvæmd verðskerðingar.

Í nefndina skal skipa þrjá menn og jafnmarga til vara, einn skv. tilnefningu Hagþjónustu landbúnaðarins, einn skv. tilnefningu Hæstaréttar Íslands og einn án tilnefningar.

Nefndina skal skipa til fjögurra ára í senn, en 16. mars 2007 voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum sem munu taka gildi 1. janúar 2008. 16. gr. laganna fellir úr gildi 49. gr. búvörulaga þar sem kveðið er á um störf úrskurðarnefndarinnar. Með vísan til þessa er nefnin nú skipuð til 1. janúar 2008.

Nefndin er skipuð:

Helgi Jóhannesson, lögfræðingur hjá Siglingastofnun, formaður. Varamaður hans er Baldur P. Erlingsson, lögfræðingur.

Jónas Bjarnason, forstöðumaður, tilnefndur af Hagþjónustu landbúnaðarins. Varamaður hans er Ríkharður Brynjólfsson, prófessor.

Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, tilnefndur af Hæstarétti Íslands. Varamaður hans er Karl Axelsson, hrl.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum