Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Dagskrá málþings um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og innflytjendaráð standa fyrir opnu málþingi um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda föstudaginn 11. janúar 2008 klukkan 10.00–16.30. Með málþinginu vill innflytjendaráð kalla eftir sjónarmiðum og hugmyndum við gerð framkvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda.

Hrannar Björn Arnarsson, formaður innflytjendaráðs, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi og formaður menntaráðs, flytja erindi. Að erindum loknum verða málstofur sem fjalla um löggjöf, atvinnulíf og þátttöku innflytjenda á vinnumarkaði, fjölmenningu í spegli fræðanna, miðlun upplýsinga til innflytjenda og til samfélagsins, þátt sveitarfélaganna og nærsamfélagsins, fordóma, fræðslu og fjölmiðla, menntun fullorðinna innflytjenda og mat á menntun og reynslu og um framtíð barna í nýju landi með áherslu á skóla, heilsugæslu og frístundir.

Áhersla er á virka þátttöku sem flestra í málstofunum. Markmiðið er að fá fram mikilvægar upplýsingar um málefni innflytjenda og fá sem flesta að borðinu við mótun framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar sem unnin er í samræmi við stjórnarsáttmálann.

Að málþingi loknu mun félagsmálaráðherra tilkynna um styrkveitingar úr þróunarsjóði innflytjendamála og er það í fyrsta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum. Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar.

Þátttökugjald er 1.500 krónur. Hádegisverður og kaffi er innifalið.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected]

Skjal fyrir Acrobat ReaderDagskrá málþingsins (PDF, 42KB)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum