Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ávarp á málþinginu: Að þjóna mörgum herrum

Þroskaþjálfafélag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Kennaraháskóli Íslands efndu í dag til málþings undir yfirskriftinni „Að þjóna mörgum herrum“.

Aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra flutti ávarp ráðherra í forföllum hennar, en ráðherra sækir þessa dagana fundi með evrópskum ráðherrum jafnréttis- og vinnumála.

Í ávarpinu segir meðal annars:

„Yfirskrift þessa málþings er „að þjóna mörgum herrum“. Yfirskriftin ber með sér að við þurfum að skoða þjónustuna sem veitt er út frá ýmsum hliðum og ég hef minnst á mikilvægi þess að jafnræði og gagnkvæm virðing ríki milli allra þeirra sem koma að veitingu þjónustunnar.

Notendur, þeir sem veita þjónustuna og stjórnvöld þurfa því að eiga með sér víðtækt samstarf og samvinnu. Allt okkar starf þarf, ef vel á að vera, að byggjast á sameiginlegri framtíðarsýn allra þessara aðila, grundvallaðri á mannréttindum og þeirri þrá að Ísland verði í fararbroddi í málefnum fatlaðra. Til þessa höfum við í raun allar forsendur þó enn sé talsvert í land.

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp á málþinginu: Að þjóna mörgum herrum



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum