Hoppa yfir valmynd
29. febrúar 2008 Matvælaráðuneytið

Nr. 6/2008 - Rækjuveiðar heimilar í Arnarfirði

Fréttatilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu

Hafrannsóknastofnunin hefur nýlokið könnun á innfjarðarækjusvæðinu í Arnarfirði. Í ljós hefur komið að stofnvísitalan hefur hækkað frá því haustið 2007, auk þess er útbreiðsla rækjunnar mun meiri en undanfarna vetur. Rækjan reyndist mun stærri en oftast áður í vorkönnunum eða 188 stk. í kílói.

Hafrannsóknastofnunin hefur því lagt til við ráðuneytið að heimilaðar verði veiðar á 150 lestum af rækju á vertíðinni. Á grunni tillagna Hafrannsóknastofnunarinnar hefur ráðuneytið gefið út reglugerð og heimilað veiðar á 150 lestum.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 29. febrúar 2008.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum