Hoppa yfir valmynd
4. mars 2008 Matvælaráðuneytið

Nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis

Nefndinni er ætlað að meta hvernig staðið er að kynningu íslenska hestsins nú, velta fyrir sér nýjum hugmyndum og leita leiða til að bæta árangur af útflutningssstarfinu. Jafnframt er nefndinni falið að skoða hvernig best megi nota hestinn í landkynningarstarfi og til að styrkja markaðssetningu íslenskra afurða og ferðaþjónustu erlendis.

Nefndina skipa:

  • Ásta Möller alþingismaður, formaður,
  • Feyja Hilmarsdóttir, tamningamaður, Votmúla í Árnessýslu,
  • Hulda Gústafsdóttir, tamningamaður, Árbakka í Landsveit,
  • Kristinn Hugason deildarstjóri, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu,
  • Magnea Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Íslenskra hestasýninga og húsfreyja á Varmalæk í Skagafirði,
  • Pétur J. Eiríksson forstjóri í Reykjavík,
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson lögmaður í Kópavogi.

Nefndin afhenti skýrslu 10. desember 2009 og lauk þar með störfum. Sjá nánar.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum