Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2008 Matvælaráðuneytið

Íslenskum skipum heimilt að veiða 21.083 tonn af úthafskarfa í ár

Íslenskum skipum heimilt að veiða 21.083 tonn af úthafskarfa í ár

Í dag tekur gildi reglugerð um veiðar íslenskra skipa úr úthafskarfastofnum 2008. Á árinu 2008 er íslenskum skipum heimilt að veiða alls 21.083 tonn af úthafskarfa og er það sama heildaraflamark og á síðasta ári. Reglugerðin er sett á grunni samkomulags veiðiríkjanna um stjórnun veiðanna í ár þar sem meðal annars varð samkomulag um að heildarveiðin milli ára yrði ekki aukin og aflaheimildir þeirra þannig ákveðnar þær sömu og á síðasta ári. Þá náðist jafnframt samkomulag um takmörkun á veiðum á svonefndu Norð-Austur svæði eða því svæði sem sóknin hefur verið sem mest úr svo nefndum  neðristofni auk þess sem samkomulag náðist um þætti er lúta að eftirliti með veiðunum. Ekki náðist í ár samkomulag um skiptingu viðiheimilda milli veiðiríkjanna en slíkt samkomulag hefur ekki verið í gildi undanfarin ár.

Sjá reglugerð um veiðar úr úthafskarfastofnum 2008.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum