Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2008 Matvælaráðuneytið

Viðskiptaráðherra fundar með aðilum vinnumarkaðarins

Viðskiptaráðherra fundar með aðilum vinnumarkaðarins

Fyrr í dag fundaði viðskiptaráðherra með fulltrúum frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og Samtökum Atvinnulífsins (SA). Til umræðu voru horfur í verðlagsmálum og möguleg aðkoma þessara aðila að átaki gegn aukinni verðbólgu.

Á síðastliðinni viku hefur viðskiptaráðherra einnig fundað með fulltrúum verslunarinnar og hagsmunahópum neytenda. Í viðskiptaráðuneytinu eru til vinnslu tillögur um aðgerðir í verðlagsmálum sem lagðar verða fyrir ríkisstjórn innan skamms.

07. apríl 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum