Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2008 Matvælaráðuneytið

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fjallaði m.a. um nýja matvælalöggjöf, tilkomu hennar og afleiðingar á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem hófst á Hótel Sögu í dag. Ráðherra gerði einnig erfitt rekstrarumhverfi landbúnaðarins að umtalsefni og lýsti vilja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins til að vinna með bændum að því að íslenskar landbúnaðarvörur verði sérmerktar líkt og íslenskt grænmeti er nú, standi hugur bænda til þess.

Ræða ráðherra í heild.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum