Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2008 Matvælaráðuneytið

Úthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Eyþings

Í gær úthlutaði Menningarráð Eyþings styrkjum samkvæmt menningarsamningi Eyþings, menntamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis.

Var þetta önnur úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg að viðstöddu fjölmenni. Alls bárust ráðinu 75 umsóknir um rúmar 60 milljónir. 49 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar 20 milljónir króna.

Hæsti styrkur ráðsins féll í skaut tónlistarhátíðarinnar Akureyri International Music Festival (AIM). Að hátíðinni stendur áhugahópur um fjölbreyttan og lifandi tónlistarflutning.

Helga Haraldsdóttir skrifstofustjóri ferðamála í iðnaðarráðuneyti og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarráðs ávörpuðu samkomuna og flutt voru dans- og tónlistaratriði af styrkþegum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum