Hoppa yfir valmynd
5. júní 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Rangfærslur í frétt DV

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 10/2008

Yfirlýsing frá fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen.

Sú fullyrðing sem sett er fram á forsíðu og innblaði DV í dag um að undirritaður „græði á fölsku heimili“ er algjörlega röng og á ekki við nein rök að styðjast, enda fá alþingismenn engar greiðslur tengdar lögheimili sínu.

Annars vegar fá þingmenn dreifbýliskjördæma greiðslur vegna kostnaðar við ferðir og uppihald í kjördæmi sínu. Þær greiðslur fá allir þingmenn dreifbýliskjördæma, óháð búsetu eða lögheimili.

Hinsvegar geta þingmenn dreifbýliskjördæma fengið greiðslur ef þeir halda tvö heimili á landinu, óháð því hvar lögheimilið er skráð.

Undirritaður hefur aldrei haldið því fram að hann haldi tvö heimili, ekki óskað eftir því að fá greiðslur frá Alþingi vegna þess og aldrei fengið.

Upplýsingar um ofangreint hefði blaðið getað fengið ef leitað hefði verið eftir því.

Fréttin er því röng, og blaðamennskan óvönduð.

Undirritaður fer fram á að DV biðjist afsökunar og leiðrétti rangfærslurnar.

Árni M. Mathiesen.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum