Hoppa yfir valmynd
11. júní 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Bygging hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut hafin

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut 66 í Reykjavík. Verkið annast fyrirtækið Jáverk ehf. sem átti lægsta tilboð þeirra fjórtán sem buðu í framkvæmdina. Tilboðinu var tekið 23. maí og er vinna þegar hafin.

Tilboð Jáverks ehf. var 8,6 prósentum undir kostnaðaráætlun og hljóðaði upp á tæpar 1.563 milljónir króna en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 1.710 milljónum króna. Hjúkrunarheimilið verður fjórar hæðir auk kjallara. Hjúkrunarrými verða 110 auk þriggja rýma sem eru ætluð fyrir skammtímadvöl. Verkinu á að vera að fullu lokið í byrjun febrúar 2010. Verkkaupi er félags- og tryggingamálaráðuneytið og Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar. Umsjón með framkvæmdum hefur Framkvæmdasýsla ríkisins.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum