Hoppa yfir valmynd
20. júní 2008 Dómsmálaráðuneytið

Ný lög um almannavarnir taka gildi í dag

Ný lög um almannavarnir sem samþykkt voru á síðasta starfsdegi Alþingis í vor taka gildi í dag, 20. júní 2008. Lögin fela í sér ýmsar breytingar og er þeim ætlað að tryggja enn frekar en áður virkar forvarnir gegn vá og rétt viðbrögð allra aðila á hættustundu.

Ný lög um almannavarnir sem samþykkt voru á síðasta starfsdegi Alþingis í vor taka gildi í dag, 20. júní 2008. Lögin fela í sér ýmsar breytingar og er þeim ætlað að tryggja enn frekar en áður virkar forvarnir gegn vá og rétt viðbrögð allra aðila á hættustundu.

Samkvæmt hinum nýju lögum verður m.a. sett á fót almannavarna- og öryggismálaráð undir formennsku forsætisráðherra sem hefur það hlutverk að marka stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum. Umsýsla ráðsins og undirbúningur funda þess verður í höndum dómsmálaráðherra.

Ríkislögreglustjóra er falið það hlutverk að hafa eftirlit með almannavörnum á landinu öllu og umsjón með því að ráðstafanir séu gerðar í samræmi við stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum. Þá skulu ríki og sveitarfélög gera viðbragðsáætlanir í samræmi við hættumat hvert á sínu sviði og í sínu umdæmi.

Við embætti ríkislögreglustjóra starfar samhæfingar- og stjórnstöð undir sérstakri stjórn. Í stöðinni fer fram samhæfing og yfirstjórn almannavarnaaðgerða með hliðsjón af almannavarnastigi og viðeigandi viðbragðsáætlun. Auk þess er ríkislögreglustjóra heimilt að stofna tímabundið þjónustumiðstöð vegna tiltekinnar hættu eða hættuástands eins og gert var í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi 29. maí sl.

 

Lög um almannavarnir nr. 82/2008

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum