Hoppa yfir valmynd
30. júní 2008 Matvælaráðuneytið

Nefnd um úthlutun þróunarfjárframlags til hrossaræktarinnar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að endurskipa í fimm manna starfshóp þann sem sér um úthlutun 25. milljón króna þróunarfjárframlags til hrossaræktarinnar, sbr. lið 1.14 Átak í hrossarækt, undir lið 04-891 á fjárlögum; Sérstakar greiðslur í landbúnaði.

Starfshópnum er ætlað að standa að heildarúthlutun fjármuna þeirra er hér um ræðir, hann setji sér starfsreglur þar um, m.a. með skilgreiningu á styrkhæfum verkefnum, umsóknarferli og um mat bæði á umsóknum og vörðum sem marka skulu framgang hvers verkefnis.

Nefndina skipa:

  • Kristinn Hugason formaður
  • Bergur Jónsson aðalmaður
  • Kristinn Guðnason aðalmaður
  • Kristbjörg Eyvindsdóttir aðalmaður
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum