Hoppa yfir valmynd
25. júlí 2008 Matvælaráðuneytið

Nr. 26/2008 - Stjórn fiskveiða á fiskveiðiárinu 2008/2009

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur í dag gefið út þrjár reglugerðir: Reglugerð um veiðar í atvinuskyni fiskveiðiárið 2008-2009, reglugerð um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta og reglugerð um línuívilnun.

Í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni eru tilgreindar aflaheimildir í einstökum tegundum sem úthlutað verður á grundvelli aflahlutdeildar eða krókaaflahlutdeildar. Í 2. gr. kemur fram hversu mikið kemur til úthlutunar þegar frá hafa verið dregnar þær aflaheimildir sem ráðstafað verður til eflingar sjávarbyggðum með úthlutun byggðakvóta, aflaheimildir til stuðnings skel- og rækjubátum sem orðið hafa fyrir verulegri skerðingu aflaheimilda og loks aflaheimildir til línuívilnunar. Samtals nemur þessi frádráttur u.þ.b. tíu þúsund þorskígildislestum sem er um eitt þúsund lestum minna en á yfirstandandi fiskveiðiári.

Að öðru leyti er ekki um að ræða breytingar í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni frá síðasta fiskveiðiári.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum