Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íþróttavakning í framhaldsskólum 2008

Menntamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Lýðheilsustöð og félög framhaldsskólanema vinna nú sameiginlega að verkefninu Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum.

Til skólameistara framhaldsskóla

Menntamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Lýðheilsustöð og félög framhaldsskólanema vinna nú sameiginlega að verkefninu Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum. Verkefnið er til þriggja ára og er markmiðið meðal annars að stuðla að bættri almennri líðan og heilsu nemenda, efla forvarnir gegn vímuefnum og heilbrigða lífshætti.

Einn liður í verkefninu er Íþróttavakning framhaldsskólanna sem er ætlað að fá sem flesta framhaldsskólanemendur til að hreyfa sig á einn eða annan hátt. Hugmyndin að íþróttavakningunni var kynnt á fundi ráðuneytisins með íþróttakennurum framhaldsskólanna þann 30. október sl. og eru þeir tilbúnir að styðja framgang vakningarinnar. Einnig hefur verið gott samstarf við fulltrúa nemendafélaganna.

Þann 12. nóvember verður haldin hátíðleg opnun Íþróttavakningar framhaldsskólanna um allt land. Munu nemendur í öllum framhaldsskólum hlaupa eða ganga alls 3 km. og markmiðið er að fá sem flesta þeirra til að taka þátt. Eftir áramótin hefst íþróttakeppni í hinum ýmsu íþróttagreinum auk þess sem keppt verður í þátttöku nemenda í skipulagðri hreyfingu. Í aprílbyrjun verður svo haldin lokahátíð þar sem úrslitakeppnin fer fram og krýndir verða sigurvegarar.

  • Til að undirstrika mikilvægi þessa heilsuátaks meðal nemenda og vegna þátttöku þeirra í opnunarhátíðinni mælist menntamálaráðuneytið til þess að skólameistarar gefi nemendum frí frá kennslu miðvikudaginn 12. nóvember frá kl. 11-13. Ráðuneytið væntir góðrar samvinnu við stjórnendur og starfsfólk skólanna um þetta átak.

Samningur heilbrigðisráðuneytisins, menntamálaráðuneytisins, Lýðheilsustöðvar og framhaldsskólanema



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum