Dómsmálaráðuneytið

Upplýsingavefur fyrir alþingiskosningarnar 2009 opnaður

Upplýsingavefur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins vegna alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi hefur verið opnaður á slóðinni kosning.is.
Forsíða vefjarins www.kosning.is
Kosningavefur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, www.kosning.is.

Upplýsingavefur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins vegna alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi hefur verið opnaður. Á vefnum sem hefur slóðina www.kosning.is er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar er lúta að næstu alþingiskosningum.

Upplýsingarnar nýtast almennum kjósendum, stjórnmálasamtökum og þeim sem vinna að kosningunum, t.d. varðandi kjörskrá, utankjörfundaratkvæðagreiðslu og atkvæðagreiðslu á kjördegi. Fjallað er um lög og reglugerðir, kjósendur, framboð, framkvæmd kosninga og tölulegar upplýsingar. Þegar nær dregur kosningum verða birtar upplýsingar um framboðslista og kjörstaði.

Senda má fyrirspurnir til ráðuneytisins um hvaðeina sem lýtur að framkvæmd alþingiskosninganna og ábendingar fyrir vefinn á netfangið [email protected]Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn