Hoppa yfir valmynd
19. júní 2009 Matvælaráðuneytið

WTO tollkvótum ekki úthlutað

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að svokölluðum WTO tollkvótum sem úthlutað hefur verið á undanförnum árum, samkvæmt viðaukum IIIA við tollalög nr. 88/2005, verða ekki auglýstir og úthlutað að þessu sinni. Ákvörðun þessi er tekin þar sem sýnt þykir að tollur „innan tollkvóta“ yrði hærri en þeir almennu tollar sem gilda samkvæmt tollskrá og/eða þeir tollar sem gilda í viðskiptum milli Íslands og Evrópusambandsins.

Tollur á þær vörur sem fluttar eru inn samkvæmt tollkvótum í viðauka IIIA, skal vera 32% af grunntaxta viðkomandi vöruliðar eins og hann er tilgreindur í viðauka IIA, en viðmiðun hans er bundin í SDR/kg eða sem % tollur af innflutningsverði. Við nýja útreikninga ráðuneytisins, þar sem ákveðið hefur verið að miða við % tollinn, hefur  komið í ljós að vegna stöðu gengis krónunnar og hækkunar á innflutningsverði landbúnaðarvara, eru ekki forsendur til að úthluta sérstaklega WTO tollkvótum eins og nú háttar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum