Hoppa yfir valmynd
23. júní 2009 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra skipar nýtt Vísinda- og tækniráð

Forsætisráðherra hefur skipað nýtt Vísinda- og tækniráð til næstu þriggja ára. Ráðinu er meðal annars ætlað að marka stefnu stjórnvalda á sviði vísinda- og tæknimála en umfjöllun á hvoru sviði er undirbúin af vísindanefnd og tækninefnd.

Í nýju ráði eiga sæti Ari Kristinn Jónsson, Inga Þórsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Stefán Ólafsson sem tilnefnd eru af samstarfsnefnd háskólastigsins, Stefán Úlfarsson og Þórunn S. Jónsdóttir sem tilnefnd eru af Alþýðusambandi Íslands, Hilmar Bragi Janusson og Pétur Reimarsson sem tilnefndir eru af Samtökum atvinnulífsins, Guðrún Nordal sem tilnefnd er af menntamálaráðherra,Þorsteinn Ingi Sigfússon sem tilnefndur er af iðnaðarráðherra, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Sveinn Margeirsson sem tilnefnd eru af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Unnur Þorsteinsdóttir sem tilnefnd er af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Kristín Svavarsdóttir sem tilnefnd er af umhverfisráðherra og Dagný Halldórsdóttir og Jón Bragi Bjarnason sem skipuð eru án tilnefningar.

Auk þess eiga forsætisráðherra, fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra föst sæti í ráðinu og er forsætisráðherra formaður ráðsins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum