Dómsmálaráðuneytið

Kosið til 76 sveitarstjórna

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í 77 sveitarfélögum 29. maí næstkomandi. Frá því kosið var til sveitarstjórna síðast árið 2006 hefur sveitarfélögum fækkað um tvö, úr 79 í 77. Að loknum kosningunum í vor tekur gildi sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar og verða þá sveitarfélög í landinu 76 talsins.

Hér á vefnum er að finna kort sem sýnir sveitarfélögin eins og þau verða við kosningarnar 29. maí næstkomandi. Eins og sjá má eru sveitarfélög í landinu mjög misstór, Fljótsdalshérað stærst, 8.884 km2 að stærð, og Seltjarnarnes minnst, 2 km2 að stærð.

Sveitarfélögin sem hafa sameinast frá síðustu sveitarstjórnarkosningum eru annars vegar Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit og hins vegar Akureyrarbær og Grímseyjarhreppur. Þá tekur sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar gildi 12. júní 2010. Þar verður kosið til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi. Sjá frétt um sameininguna hér á  vef samgönguráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn