Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins heimsóttu Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands

Mennta-og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir og starfsfólk ráðuneytisins heimsóttu Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands mánudaginn 10. maí.
Heimsókn mennta- og menningarmálaráðherra í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
Heimsókn mennta- og menningarmálaráðherra í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands

Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir og starfsfólk ráðuneytisins heimsóttu Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands mánudaginn 10. maí. Magnús Tumi Guðmundsson ásamt starfsfólki stofnunarinnar greindi frá hlutverki hennar, rannsóknarvinnu, vöktun og þeirri miklu vinnu sem stofnunin hefur innt af hendi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Meðal annars voru kynntar mælingar sem stofnunin hefur staðið fyrir í kringum jökulinn og aðrar virkar eldstöðvar og efnagreiningar á ösku úr gosinu. Einnig var greint frá samskiptum stofnunarinnar við erlendar rannsóknastofnanir og háskóla víða um heim á sviði jarðvísinda sem óskað hafa eftir upplýsingum, frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um gosið og þróun þess.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn