Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Ráðstefna um niðurstöður samnorrænnar rannsóknar um hagi og líðan ungmenna á Norðurlöndum og sjálfstjórnarsvæðum

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefnum www.nyr2010.is

Mennta- og menningarmálaráðuneyti stendur fyrir norrænni ráðstefnu, Æskan - rödd framtíðar, sem haldin verður 29. - 30. október nk. á Hilton hóteli.
Eitt af helstu verkefnum Íslands á formennskuári í norrænu ráðherranefndinni 2009 var framkvæmd samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal norrænna ungmenna, 16-19 ára. Rannsóknin fór fram á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum.
Niðurstöður verða kynntar og í boði verða fyrirlestrar og málstofur þar sem gestir, ungt fólk, fræðimenn og aðrir sem tengjast ungu fólki munu fjalla um framkvæmd á núverandi stefnu Norðurlanda og hvernig samtvinna eigi stefnu og aðgerðir þeirra í málefnum ungmenna.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefnum www.nyr2010.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira