Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Styrkir til háskólanáms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur borist tilkynning um að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa Íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu 2011-2012.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur borist tilkynning um að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir fyrir  Íslendinga til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu 2011-2012:

A) Allt að fjórir styrkir til háskólanáms eða rannsóknarstarfa. 

  1.  Námsmenn sem lokið hafa prófi sambærilegu við BA eða BS eftir 2004 geta sótt um styrki í 10 - 24 mánuði til náms á meistarastigi.
  2. Kandídatar sem lokið hafa MA- eða MS-prófi eigi síðar en 2004 og doktorsnemar sem hafa hafið doktorsnám á síðustu þremur árum geta sótt um styrki til allt að þriggja ára doktorsnáms í Þýskalandi.
  3. Doktorsnemar sem hafið hafa doktorsnám á síðustu þremur árum eða ungir fræðimenn sem lokið hafa doktorsnámi á síðustu fjórum árum geta sótt um styrki til doktorsnáms eða rannsóknarstarfa í einn til tíu mánuði.

B) Allt að þrír styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 2011. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Umsækjendur þurfa að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu (sambærilegt við A1 á stöðuprófi).
C) Nokkrir styrkir til vísindamanna (eldri fræðimanna og háskólakennara) eru veittir til námsdvalar og rannsóknarstarfa í 1 - 3  mánuði. Einnig eru veittir styrkir til fyrrverandi DAAD-styrkþega.
D) Styrkir fyrir nemendur í listgreinum.
Nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu og á vef Deutscher Akademischer Austauschdienst (DAAD) http://www.daad.de/stipendien/de/index.de.html?
Einnig veitir Annika Grosse, lektor í þýsku í Háskóla Íslands (netfang: [email protected]) upplýsingar.
Eyðublöð fyrir umsóknir og fylgiskjöl með umsókn er hægt að nálgast á vef DAAD: http://www.daad.de/deutschland/download/03118.de.html

Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur framlengdur til 1. desember nk.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn