Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Raunvísindadeild og rannsóknavettvang hennar, Eðlis-, efna og stærðfræðistofnun Háskólans sem ásamt Jarðvísindastofnun Háskólans

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Raunvísindadeild og rannsóknavettvang hennar, Eðlis-, efna og stærðfræðistofnun Háskólans sem ásamt Jarðvísindastofnun Háskólans

HÍ heimsókn
hi heimsókn

Þann 22. nóv. heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra Raunvísindadeild og rannsóknavettvang hennar, Eðlis-, efna og stærðfræðistofnun Háskólans (EH) sem ásamt Jarðvísindastofnun Háskólans (JH) heyrir undir
Raunvísindastofnun Háskólans (RH). Þar var ráðherra kynnt fjölbreytt starfsemi deildarinnar og stofnunarinnar á sviði efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði. Fyrst var rannsóknaaðstaða efnafræðinnar og lífefnafræðinnar í hinu upphaflega húsnæði RH að Dunhaga 3 skoðuð, tilraunastofur og tækjabúnaður. Þá var haldið út í Tæknigarð, en þar hafa stærðfræðingarnir aðstöðu ásamt háloftadeild eðlisfræðistofu. Síðan var haldið í hið nýuppgerða og glæsilega verkkennsluhúsnæði í efnafræði og eðlisfræði, VR1, þar sem heilsað var upp á nemendur í þjálfun, kennara og leiðbeinendur. Loks var haldið á vettvang rannsókna í eðlisfræði í húsi VR3, þar sem örtæknikjarninn var ma. skoðaður sem og hátækniumsvif á sviði hálfleiðara og ljóss.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira