Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Leiðrétting vegna umfjöllunar Saving Iceland

Í nýbirtri skýrslu náttúruverndarsamtakanna Saving Iceland er að finna ranga staðhæfingu um samskipti innanríkisráðherra og embættis ríkislögreglustjóra.

Skýrslan varðar aðkomu Marks Kennedy að náttúruverndarbaráttu Saving Iceland en hann er breskur lögreglumaður sem gekk til liðs við umhverfisverndarsamtök víða um Evrópu, þar á meðal hér á landi, undir nafninu Mark Stone. Í skýrslu Saving Iceland segir m.a.: „Enn síðar, hinn 16. janúar sl., sagði Haraldur Jóhannesen, ríkislögreglustjóri á fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra, að lögreglan hefði ekki vitað af því að breskur leynilögreglumaður hafi starfað innan íslenskrar lögsögu. Svo virðist sem ráðherrann hafi skipað lögreglustjóra að rita skýrslu um málið...“
Eins og fram hefur komið opinberlega hefur innanríkisráðherra óskað eftir greinargerð um mögulega vitneskju íslenskra lögregluyfirvalda um veru Marks Kennedy/Stone í mótmælendabúðum á Kárahnjúkum og hefur ráðherra einu sinni fundað með ríkislögreglustjóra um málið. Á þeim fundi, sem haldinn var 2. febrúar, ekki 16. janúar, kom fram að athugunum ríkislögreglustjóra var ekki lokið. Frásögn Saving Iceland af fundinum og ummælum Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra á því ekki við rök að styðjast.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira