Hoppa yfir valmynd
9. september 2011 Matvælaráðuneytið

Allar nauðsynlegar lagabreytingar vegna olíuútboðs samþykktar á Alþingi. Norska félagið TGS-NOPEG hefur þegar fengið fyrsta leitarleyfið!

Nauðsynlegar lagabreytingar varðandi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyfisveitingar hafa verið samþykktar á Alþingi. Útboð á sérleyfum á Drekasvæðinu mun því hefjast 3. október eins og ráð var fyrir gert.

Lögin tóku gildi á miðnætti og strax í dag var fyrsta leitarleyfið veitt og féll það í skaut norska fyrirtækinu TGS-NOPEG. Leyfið felur í sér heimild til að safna yfirborðssýnum af hafsbotni á Drekasvæðinu og jafnframt er gefin heimild til að kanna fyrirhugaða sýnatökustaði með botnsjá.

Leyfið veitir rétt til leyfi til leitar að kolvetni á norðanverðu Drekasvæði. Leyfið felur í sér heimild til að safna yfirborðssýnum af hafsbotni á svæðinu. Jafnframt er gefin heimild til að kanna fyrirhugaða sýnatökustaði með botnsjá.

Leitarleyfið veitir ekki einkarétt til rannsókna né heldur rétt til vinnslu á olíu eða gasi í kjölfar rannsókna. Orkustofnun fær afhent öll gögn sem safnað er samkvæmt leitarleyfinu til varðveislu og getur notað þau í þágu þekkingaröflunar íslenska ríkisins um auðlindir, en gætir jafnframt trúnaðar um þau gagnvart öðrum aðilum.

Þess má geta að á þriðjudaginn verður opinn hádegisfundur um olíuútboðið á Drekasvæðinu á Háskólatorgi HÍ stofu 101. Nánari tilkynning um fundinn mun koma frá Háskóla Íslands.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum