Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Vísindavaka 2011- stefnumót við vísindamenn 23. september

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Boðið verður upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna, sjá nánar á  www.visindavaka.is

Vísindavaka
Vísindavaka
  • Vísindavaka 2011- stefnumót við vísindamenn í Háskólabíói föstudaginn 23.september kl 17-22

Vísindavaka 2011 verður haldin föstudaginn 23. september 2011 í Háskólabíói kl. 17-22. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en Vísindavaka verður haldin samtímis í fjölmörgum borgum Evrópu. Verkefnið er styrkt af mannauðsáætlun 7.rannsóknaáætlun ESB. Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna, sjá nánar á  www.visindavaka.is

Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á hið sívinsæla Vísindakaffi á Súfistanum, Máli og menningu Laugavegi, frá mánudegi til fimmtudags, kl. 20-21.30 hvert kvöld. Að auki verður boðið upp á Vísindakaffi á Akureyri, fimmtudaginn 22. sept. Fæðingin, sagnfræðipælingar, náttúruperlur, loftslagsbreytingar og offita barna, eru efni Vísindakaffis Rannís í ár.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn