Hoppa yfir valmynd
20. september 2011 Matvælaráðuneytið

Íslenski jarðvarmaklasinn getur leyst mikla orku úr læðingi

Íslenski jarðvarmaklasinn var stofnaður nýverið og er vinna hafin við framkvæmd einstakra verkefna.

Íslenski jarðvarmaklasinn var stofnaður nýverið og er vinna hafin við framkvæmd einstakra verkefna. Að baki jarðvarmaklasanum liggur mikil vinna við kortlagningu og stefnumörkun og er óhætt að segja að ef áætlanir og
áform ganga eftir þá gæti stofnun jarðvarmaklasans markað tímamót í því hvernig við hagnýtum jarðhitaauðlindina með tilheyrandi uppbyggingu og þróunar innan jarðvarmageirans.

Hugmyndafræði klasasamstarfs gengur út á að sameina krafta ólíkra aðila á skipulögðum samstarfsvettvangi og nýta aflið sem þannig skapast sem drifkraft í nýsköpun og þróun. Kjarni íslenska jarðhitaklasans er samstarf fjölmargra fyrirtækja sem byggir á þörfum greinarinnar. Opinberar stofnanir og rannsóknaraðilar leggja jafnframt sín lóð á vogarskálarnar til að gera jarðhitaklasann samkeppnishæfari.

Möguleikar Íslands á sviði jarðhita eru einstaklega miklir þar sem að hér eru til staðar allir réttu grunnþættirnir; ríkulegur jarðhiti, mikil reynsla í borun og hagnýtingu jarðhitans og reynslumikið starfsfólk.

Skilgreind hafa verið 10 samstarfsverkefni sem klasinn mun einbeita sér að fyrsta árið og ganga þau m.a. út á fjölnýtingu jarðvarma, tækniþróun, aukna gagnaöflun um greinina og fjármögnun.  Öll eru verkefnin skilgreind sameiginlega af fyrirtækjum  og stofnunum innan klasans og því ljóst að þarfir klasans og áherslur birtist í þeim verkefnum sem unnin verða á næstu mánuðum. Markmið þeirra allra er að bæta samkeppnishæfni jarðhitaklasans  og leggja grunn að frekari sókn á sviði jarðhita.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum