Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Lögreglustjórinn á Hvolsvelli og almannavarnarnefnd hljóta Nýsköpunarverðlaun 2011

Fjármálaráðherra afhendir Lögreglustjóranum á Hvolsvelli og almannavarnarnefnd Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri
Fjármálaráðherra afhendir Lögreglustjóranum á Hvolsvelli og almannavarnarnefnd Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, afhenti Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri í dag. Ráðherra gerði það á ráðstefnu um nýsköpun í opinberum rekstri . Lögreglustjórinn á Hvolsvelli og almannavarnanefnd hlutu Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri 2011 vegna verkefnisins “Skipulag rýminga vegna jökulhlaupa sem fylgja eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli. Samstarf íbúa og almannavarnaryfirvalda”. Verkefnið fól í sér að gera viðbúnaðar- og rýmingaráætlun í samstarfi íbúa og almannavarnaryfirvalda vegna yfirvofandi náttúruváar af völdum eldsumbrota í Kötlu og Eyjafjallajökli. 

Þrjú önnur verkefni fengu sérstakar viðurkenningar fyrir nýsköpun.  Það voru Landmælingar Íslands fyrir “Örnefni á vefnum: Nýjar aðferðir við söfnun og miðlun”, Blindrabókasafn Íslands fyrir “Yfirfærslu bókakosts bókasafnsins yfir á stafrænt form” og Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fyrir “Notkun samfélagsmiðla (Facebook og Twitter) á sviði löggæslu”. 

 Á ráðstefnunni ræddi Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra um áherslur stjórnvalda í nýsköpun og umbótum í opinberum rekstri. Ómar H Kristmundsson, prófessor í stjórnsýslufræðum fjallaði um mikilvægi nýsköpunar- og þróunarvinnu hjá hinu opinbera. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar á nýsköpun í opinberum rekstri á Norðurlöndum sem unnin var á vegum Nordisk Innovation Forum og að lokum ræddi Edwin Lau, sérfræðingur hjá OECD um áherslur stofnunarinnar um nýsköpun í opinberum rekstri. Í kjölfarið voru haldnar tvær málstofur þar sem 18 verkefni sem tilnefnd voru til nýsköpunarverðalaunanna voru kynnt. Jafnframt opnaði fjármálaráðherra nýja vefsíðu um nýsköpun en þar má finna nánari upplýsingar um öll verkefnin sem tilnefnd voru til nýsköpunarverðlaunanna ár ásamt öðru fróðlegu efni um nýsköpun í opinberum rekstri.  Sjá http://www.nyskopunarvefur.is/

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum