Hoppa yfir valmynd
29. desember 2011 Dómsmálaráðuneytið

Svavar Pálsson skipaður sýslumaður á Húsavík

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Svavar Pálsson sýslumann á Húsavík. Þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 14. október síðastliðinn. Skipað er í embættið til fimm ára.

Auk Svavars sóttu um embættið þau Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður á Akranesi, og Þorsteinn Pétursson héraðsdómslögmaður. Svavar hefur starfað hjá embætti sýslumannsins á Húsavík frá árinu 2004 og sem settur sýslumaður þar frá árinu 2009.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira