Hoppa yfir valmynd
30. desember 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skipun forstjóra Ríkiskaupa

Fréttatilkynning nr. 10/2011

Fjármálaráðherra hefur skipað Halldór Ó. Sigurðsson til að gegna embætti forstjóra Ríkiskaupa til fimm ára frá 1. janúar 2012.

Halldór útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1986 og með meistarapróf í rekstrarhagfræði frá Verslunarháskólanum í Árósum árið 1989. Halldór gegndi starfi innkaupafulltrúa hjá Ríkiskaupum frá 1978 til 1980 og starfi sölustjóra hjá G. J. Fossberg frá 1980 til 1982. Hann starfaði sem skrifstofustjóri hjá Jötni hf./Búlandi hf. frá 1991 til 1993 og sem forstöðumaður viðskiptadeildar hjá Osta- og smjörsölunni frá 1993-2007. Halldór hefur gegnt stöðu deildarstjóra innkaupadeildar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá árinu 2009.

Alls bárust sautján umsóknir um starfið.

Reykjavík, 30. desember 2011

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum