Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Stjórnarfrumvörp 2011 – 2012, mennta- og menningarmálaráðuneyti

frumvorp20112012
frumvorp20112012

1. Frumvarp til laga um menningarminjar

Tilgangur frumvarpsins er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða.

Í frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlöggjöf um skipulag og verndun menningararfs. (frumvarpið var einnig til meðferðar á 139. löggjafarþingi).

Frumvarpið tengist ekki samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar með beinum hætti en hefur áður verið lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn og af þingflokkum stjórnarflokkanna. 

Frumvarpið er samið á vegum skrifstofu menningarmála í samráði við helstu hagsmunaaðila.  Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu. 

 2. Frumvarp til safnalaga

Frumvarpið var samþykkt á Alþingi og varð að lögum nr. 141/2011.

3. Frumvarp til laga um Þjóðminjasafn Íslands

Frumvarpið var samþykkt á Alþingi og varð að lögum nr. 140/2011.

4. Frumvarp til laga um Landsbókasafn – Háskólabókasafn

Frumvarpið var samþykkt á Alþingi og varð að lögum nr. 142/2011.

 5. Frumvarp til laga um bókasöfn

Tilgangur frumvarpsins er að efla starfsemi og samvinnu bókasafna í því augnamiði að tryggja varðveislu þess menningararfs sem þau hafa að geyma. Einnig að bókasöfn geti sem best gegnt því hlutverki sínu að vera upplýsinga- og þekkingarveitur fyrir alla landsmenn og halda uppi virkri og fjölþættri þjónustu á sviði vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs, lista- og menningarmála.

Með frumvarpinu eru ákvæði gildandi laga endurskoðuð frá grunni í ljósi nýrra laga um Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn sem áætlað er að taki gildi haustið 2011 (sjá lög nr. 142/2011).
Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Frumvarpið er samið á vegum skrifstofu menningarmála í samráði við helstu hagsmunaaðila.  Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.  

 6. Frumvarp til laga um opinber skjalasöfn

Markmið frumvarpsins er að tryggja vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.

Meginmarkmið þeirrar endurskoðunar, sem felst í frumvarpinu miðað við gildandi lög, er að einfalda stjórnsýslu á málefnasviði Þjóðskjalasafnsins, skýra hana frekar með hliðsjón af fjölþættu hlutverki safnsins og stuðla að hagkvæmni og skilvirkni í rekstri þess.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Frumvarpið er samið á vegum skrifstofu menningarmála í samráði við helstu hagsmunaaðila.  Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.  

 7. Frumvarp til laga um breytingu á íþróttalögum (lyfjaeftirlit)

Tilgangur frumvarpsins er að heimila ráðherra að gerast stofnaðili að sjálfseignarstofnun um lyfjaeftirlit. Með því er verið að efna skyldu íslenskra stjórnvalda og skýra ábyrgðarsvið ríkisins í lyfjaeftirliti í íþróttum til samræmis við alþjóðasamninga UNESCO og Evrópuráðsins um lyfjaeftirlit.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar. 

Frumvarpið er samið á vegum skrifstofu menningarmála í samráði við helstu hagsmunaaðila. Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.  

 8. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um bókmenntasjóð

Tilgangur frumvarpsins er að þróa bókmenntasjóð yfir í miðstöð íslenskra bókmennta.

Með frumvarpinu er fylgt eftir þátttöku Íslands sem heiðurgests á bókasýningunni í Frankfurt 2011.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Frumvarpið er samið á vegum skrifstofu menningarmála í samráði við helstu hagsmunaaðila. Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.  

9. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið ohf.  nr. 6/2007

Tilgangur frumvarpsins er endurskoðun laga nr. 6/2007 í ljósi reynslunnar og verða við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA.

Frumvarpið er m.a. byggt á vinnu nefndar sem gerði tillögur um úrbætur á fjárhags- og lagaumhverfi Ríkisútvarpsins ohf.  Að auki eru tilefni lagabreytinganna athugasemdir frá ríkisstyrkjadeild Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að lög nr. 6/2007 samræmdust ekki ríkisstyrkjareglum EES samningsins.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar. 

Frumvarpið er samið af nefnd um endurskoðun á lögum um Ríkisútvarpið ohf., nr. 6/2007,  í samráði við helstu hagsmunaaðila. Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.

 10. Frumvarp til laga um sviðslistir

Markmið frumvarpsins er að efla íslenskar sviðslistir, kveða á um skipan og fyrirkomulag og búa þeim hagstæð skilyrði. Með sviðslistum er átt við leiklist, óperuflutning, listdans og skylda liststarfsemi, sem heyrir ekki undir lög um aðrar listgreinar. 

Frumvarpið felur í sér endurskoðun á leiklistarlögum nr. 138/1998. Lagt er til að endurskoðuð lög nái til allra sviðslista og heiti því sviðslistalög.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Frumvarpið er samið á vegum skrifstofu menningarmála í samráði við helstu hagsmunaaðila. Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.

Sjá: www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/6248

11. Frumvarp til laga um myndlistarmálefni

Markmið frumvarpsins er að kveða á um skipan og fyrirkomulag myndlistarmálefna,  að efla íslenska myndlist og búa henni hagfelld skilyrði.

Við setningu safnalaga nr. 106/2001 breyttist hlutverk Listasafns Íslands á þann veg að það var gert að höfuðsafni á sviði myndlistar. Frumvarpinu er ætlað að fylgja eftir þeirri breytingu.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Frumvarpið er samið á vegum skrifstofu menningarmála í samráði við helstu hagsmunaaðila. Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.

 

12. Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum (v.eignarhalds o.fl.)

Frumvarpinu er ætla að tryggja betur fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlum.

Með frumvarpinu eru uppfyllt ákvæði til bráðabirgða í fjölmiðlalögum um að mennta- og menningarmálaráðherra skuli skipa nefnd til að gera tillögur í frumvarpsformi um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlum.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Frumvarpið er samið á vegum skrifstofu menningarmála í samráði við helstu hagsmunaaðila. Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.  

 

13. Frumvarp til laga um tónlistarfræðslu

Frumvarpinu er ætlað að taka til starfrækslu tónlistarskóla. Með tónlistarskóla er í frumvarpinu átt við skóla, sem rekinn er af sveitarfélagi eða sjálfstætt starfandi tónlistarskóla, sem hlotið hefur viðurkenningu ráðuneytis.

Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög um skipan tónlistarfræðslu og um samskipti ríkis og sveitarfélaga í þeim málum.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Frumvarpið er samið af nefnd sem falið var að endurskoða lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985). Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.

 

14. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna nr. 21/1992

Með endurskoðun gildandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er stefnt að því að skýra tilgang og markmið námslánakerfisins og meta stöðu þess með hliðsjón af þróun námsframboðs og menntunar á háskólastigi.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar. 

Frumvarpið er samið af nefnd um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992, með áorðnum breytingum. Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.

 

15. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um háskóla, nr. 63/2006

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögunum með tilliti til breytinga sem orðið hafa á háskólakerfinu frá setningu þeirra. Hugað verður sérstaklega að hlutverki háskóla og stjórnun, óháð rekstrarformi.

Tilefni frumvarps þessa eru m.a. ábendingar úr skýrslu rannsóknanefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar, sem skipuð var í framhaldi af fyrri skýrslunni. Í skýrslu rannsóknanefndar Alþingis eru ábendingar til fræðasamfélagsins um hlutverk háskóla, ábyrgð starfsmanna og um almenna þátttöku í samfélagsumræðunni.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Frumvarpið er samið á vegu skrifstofu vísinda- og háskólamála í samráði við helstu hagsmunaaðila. Ekki var gert ráð fyrir öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu. 

16. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008

Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum með tilliti til breytinga sem orðið hafa á háskólakerfinu frá setningu þeirra í samræmi við breytingar á lögum um háskóla, nr. 63/2006.

Í frumvarpinu er lagt til að allir opinberir háskólar heyri undir sömu lög í samræmi við stefnu mennta- og menningarmálaráðherra um opinbera háskóla.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Frumvarpið er samið á vegum skrifstofu vísinda- og háskólamála í samráði við helstu hagsmunaaðila. Ekki var gert ráð fyrir mati á öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu. 

 

17. Frumvarp til laga um að lög um búnaðarfræðslu, nr. 57/2009, verði felld niður

Í frumvarpinu er lagt til að starfsemi Hólaskóla -Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands verði felld undir lög um opinbera háskóla nr. 85/2008 og lög um búnaðarfræðslu falli brott.

Við samþykkt laga nr. 63/2006 og flutning á forræði landbúnarskólanna frá landbúnaðarráðuneyti til mennta- og menningarmálaráðuneytis var ráð fyrir því gert að skólarnir yrðu síðar meir felldir undir almenn lög um opinbera háskóla.  

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Ekki var gert ráð fyrir öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.  

 

18. Frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð

Í frumvarpinu er lagt til að sett verði lög um stofnun vinnustaðanámssjóðs, sem nýta má til að umbuna fjárhagslega fyrirtækjum og stofnunum sem sinna vinnustaðanámi starfsnámsnemenda á framhaldsskólastigi samkvæmt aðalnámskrá.

Með frumvarpinu er fylgt eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að veita vinnustaðanámssjóði 150 m.kr. árlega á árunum 2012 – 2014.

Frumvarpið hefur ekki sérstaka skírskotun til samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnar.

Frumvarpið er samið á vegum skrifstofu menntamála í samráði við helstu hagsmunaaðila.

Ekki var gert ráð fyrir öðrum áhrifum er kostnaðarmati fjárlagaskrifstofu.  

 

19. Frumvarp til laga um breytingar á lögum  um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008)

Frumvarpið var samþykkt á Alþingi og varð að lögum nr. 139/2011.

20. Frumvarp til laga um breyting á lögum um viðurkenningu faglegrar menntunar og hæfis til starfa hér á landi nr. 26/2010

Markmið frumvarpsins er að veita öðrum ráðherrum en ráðherra fræðslumála heimild til að gefa út reglugerðir um viðurkenningu náms til starfsréttinda hér á landi.

21. Frumvarp til laga um breyting á lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 – um ábyrgð og rétt nemenda

Tilgangur frumvarpsins er að veita lagastoð fyrir reglugerð um réttindi og skyldur nemenda í framhaldsskólum.

 

22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir

Frumvarpið felur í sér breyttar áherslur í opinberum fjárstuðningi við vísindarannsóknir.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn