Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs

Árið 1994 ákváðu norsk stjórnvöld að leggja til árlegt framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs sem Haraldur V Noregskonungur kynnti í heimsókn sinni til Íslands vegna 50-ára afmælis íslenska lýðveldisins. Framlaginu skyldi ráðstafað í samráði íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytisins og norska menningarmálaráðuneytisins. Hið árlega framlag er nú um 1.300.000 norskar krónur.

Þeir sem starfa á sviði lista og menningar í Noregi og á Íslandi geta sótt um styrki til samstarfsverkefna sem stuðla að fjörbreytilegu samstarfi á því sviði og koma á varanlegum tengslum milli listamanna, þeirra sem starfa að menningarmálum og menningarstofnana í báðum löndum. Norska menningarráðið (Norsk kulturråd) og mennta- og menningarmálaráðuneyti taka umsóknir til umfjöllunar.


Árið 1994 ákváðu norsk stjórnvöld að leggja til árlegt framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs sem Haraldur V Noregskonungur kynnti í heimsókn sinni til Íslands vegna 50-ára afmælis íslenska lýðveldisins. Framlaginu skyldi ráðstafað í samráði íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Norsk kulturråd (Norska menningarráðsins). Hið árlega framlag er nú um 1.500.000 norskar krónur.

Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi Noregs og Íslands. Bæði norskir og íslenskir listamenn, þeir sem starfa að menningarmálum, menningarstofnanir og samtök geta sótt um styrk. Verkefni sem fá styrk verða að teljast mikilvæg í báðum löndum, þurfa að vera skipulögð sem samstarfsverkefni þar sem aðila í báðum löndum leggja til menningarlegt innihald og/eða úrvinnslu og framkvæmd. Verkefni þar sem lögð er áhersla að leiða til varanlegra tengsla milli einstaklinga, samtaka og stofnana, einnig eftir að verkefni lýkur, hafa forgang.Verkefnin skulu endurspegla fjölbreytt listræn form og hafa í senn skírskotun til sögunnar og samtímans.

Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem eru hluti af kjarnastarfsemi menningarstofnana. Að öllu jöfnu eru ekki veittir ferðastyrkir til þátttöku í tónleikaferðum, hátíðum, tónleikum eða öðrum fyrirfram skipulögðum viðburðum nema þegar slík þátttaka er hluti af samstarfsverkefni. Að jafnaði er áhugamannahópum svo sem kórum og hljómsveitum ekki veittur ferðastyrkur. Ekki er greiddur heildarkostnaður verkefna.

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur

Umsækjendur skulu fylla út umsóknareyðublað sem er á vef Norsk kulturråd :

http://kulturradet.no/stotteordninger/norsk-islandsk-kultursamarbeid

með upplýsingum um markmið verkefnisins ásamt verkefnis-, framkvæmdar-, fjárhags- og fjármögnunaráætlun. Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum vef Norsk kulturråd.

Að verkefni loknu skal afhenda skýrslu um verkefnið til Norsk kulturråd í samræmi við þær reglur sem gilda fyrir ríksisstyrkþega.

  • Athugið. Umsóknir skulu vera á norsku, dönsku sænsku eða ensku.

Ef þörf er á frekari upplýsingum má hafa samband við Norsk kulturråd:

Aleksandra Petie Einen
Norsk kulturråd
Postboks 8052 Dep,
N-0031 Oslo
[email protected]
Tlf. +47 21 04 58 06
www.norskkulturrad.no/norsk-islandsk-kultursamarbeid/


På norsk

Norske og islandske kulturaktører kan søke støtte til samarbeidsprosjekter som bidrar til et mangfoldig kultursamarbeid og gir varige kontakter mellom kunstnere, kulturarbeidere og kulturinstitusjoner i de to landene. Kulturrådet og det islandske kulturdepartementet vurderer søknadene.


Den årlige avsetningen til norsk-islandsk kultursamarbeid ble opprettet i 1994 og bekjentgjort av kong Harald ved besøket på Island i forbindelse med 50-års jubileet for den islandske republikken. Midlene disponeres på bakgrunn av samråding mellom det islandske ministeriet for utdanning, forskning og kultur (Menntamálaráðuneytið) og Norsk kulturråd. Den årlige avsetningen er på ca. 1,5 mill. norske kroner.

Hensikten med avsetningen er å bidra til et mangfoldig kultursamarbeid mellom Norge og Island. Både norske og islandske kunstnere, kulturarbeidere, kulturinstitusjoner og organisasjoner kan søke. Tiltak som får støtte skal ha relevans for begge land og skal være organisert som et samarbeid der aktører i begge land bidrar til det kulturfaglige innholdet og/eller i gjennomføringen. Tiltak som tar sikte på å gi resultater i form av kontakter mellom personer, organisasjoner og institusjoner også etter at det konkrete prosjektet er gjennomført, vil bli prioritert. Til sammen skal prosjektene representere et mangfold av kunstneriske uttrykk og kulturfaglige disipliner, og både historiske og samtidsrettede tiltak skal ivaretas.

Det gis ikke støtte til tiltak/prosjekter som er ledd i en kulturinstitusjons faglige kjernevirksomhet. Det blir normalt ikke bevilget reisestøtte til turnéer, deltagelse i festivaler, konserter eller andre arrangementer, bortsett fra når slik deltagelse er ledd i et samarbeid. Det er ikke rom for å fullfinansiere prosjekter.

Ved behov for ytterligere informasjon, kan Norsk kulturråd kontaktes:

Bjørn Bering
Norsk kulturråd
Postboks 8052 Dep,
N-0031 Oslo
[email protected]

Tlf. +47 21 04 58 06

www.norskkulturrad.no/norsk-islandsk-kultursamarbeid/

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn