Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluuppgjör janúar-febrúar 2012 liggur nú fyrir

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 2,2 ma.kr. en var jákvætt um 8,9 ma.kr. á sama tímabili 2011. Þetta er samt sem áður mun betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 7,5 ma.kr. Tekjur reyndust 9,2 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan að gjöldin jukust um 6,8 ma.kr. milli ára. Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 91,4 ma.kr. á fyrstu tveimur mánuðum ársins sem er ríflega 11% aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári og um 7,6% yfir tekjuáætlun fjárlaga 2012.

Hér má lesa greiðsluppgjörið í heild sinni

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira